Um námskeiðin

Stúdíó Sýrland hefur unnið náið með helstu íslenskum útgefendum og kvikmyndaframleiðendum og hefur veitt mörgum einstaklingum tækifæri til að feta sín fyrstu skref í talsetningu. Kennarar námskeiðanna eru fagmenn með áralanga reynslu í greininni, og hafa margir nemendur nýtt sér þessi námskeið til að byggja upp hæfni sína á sviði talsetningar.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á undirstöðuatriði í radd- og talþjálfun. Nemendur fá tækifæri til að æfa sig í upplestri, fá leiðbeiningar í talsetningu og vinna í fjölbreyttum verkefnum. Meðal annars talsetja þátttakendur teiknimyndir og taka upp eigin raddir, sem síðan eru vistaðar í raddbanka. Námskeiðin eru hönnuð til að vera bæði fræðandi og skemmtileg, með leikjum sem styrkja einbeitingu og snerpu þátttakenda.